19.3.2008 | 11:57
Ganga þær fyrir þotueldsneyti...?
Erfingjarnir eru á þeytingi út og suður flesta daga. Svona gæti dagur hjá þeim litið út:
Linda: Vaknað kl. sjö og farið í skólann. Eftir skóla, læra eða vera með vinunum í félagsstarfi í skólanum, æfingaakstur og mæta á Morfís ræðukeppni um kvöldið, koma heim um ellefu og úps þá er eftir að gera eina ritgerð eða svo... farið að sofa um eitt um nóttina.
Selma: Vakna rétt fyrir átta, skóli til kl 14.10, handboltaæfing 15.30 til 16.30, hesthúsferð milli fimm og sjö og sund um kvöldið.
Miðað við það sem þær láta ofan í sig virðist fóðurnýtingin hjá þeim vera þannig að þessu litla sem þær borða sé breytt í þotueldsneyti....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.