5.3.2008 | 13:30
Æfingaleyfi í umferð...
Jæja góðir hálsar, í gær sótti ég æfingaleyfið hennar Lindu niður á lögreglustöð. Við þurfum því endilega að drífa okkur út í svona hálftíma í kvöld og rifja upp taktana. Ég fór í síðasta tímann hennar með Erni ökukennara um daginn. Hummm.... ég hef meiri reynslu í að kenna prósentureikning en á bíl. Það er hins vegar gaman að rifja upp þegar ég fór fyrst að stjórna dráttarvélum ca 12 ára. Þá lærði maður að setja í gang, skipta um gír og bremsa. Síðan var farið út að raka saman og slóðadraga. Þvílíkt sport . Bara gaman. Þegar svo kom að því að læra á bíl var að baki margra ára reynsla af dráttarvélastjórn.
Athugasemdir
Nú fær að reyna á Oktavíu,en þetta gengur örugglega vel ,,,,,,,,,,,,,
Galdrakallinn (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:08
jamm fyrsti tíminn búinn , við eigum vinnu fyrir höndum að læra að þola hvor aðra, ekki síst kennarinn . En Oktavía tekur þessu öllu með stóískri ró.
Erna Bjarnadóttir, 5.3.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.