Þetta er algert met...

Í gær náði ég að narra yfir 200 IP tölur inn á bloggið mitt. Takk fyrir innlitið góðir hálsar Smile ég séfram á að komast á topp 5000 á árinu Cool.

Dagurinn í gær fór allur í að sitja setningu búnaðarþings og annað því tengt. Til þingsins kom einn af þremur varaformönnum dönsku bændasamtakanna og fylgdi ég honum á setninguna og í boð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á eftir. Næstu dagar verða þétt bókaðir vegna starfa búnaðarþings. Horfi ég frekar langleit á góða veðrið út um gluggann og hugsa til hestanna uppi í húsi. Vonandi standa þeir ekki óhreyfðir alla vikuna.

En topp-frétt helgarinnar hér úr Mýrinni er að ég er búin að ráða mig sem fararstjóra fyrir 13 ára handabolta-stelpur úr Gróttu í ferð á Partilla-cup í Gautaborg í byrjun júlí. Selma er nokkuð ánægð með það og ég hlakka til. Alltaf gaman að göslast með þessum tryppum, þekki flestar þeirra ágætlega svo þetta verður bara gaman.LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband