Reiðkennsla Ernu...

Jæja! Reiðskólinn opnaði í dag Wink . Sérvalinn nemandi kom í fyrsta tímann. Ég, Spori og Þytur mættum vel á undan til að gera allt klárt. En um hálf þrjú mætti nemandinn á rauða fáknum sínum. Herra Þytur tók að sér kennsluna undir vökulu eftirliti okkar Spora. Sigþór lánaði hjálm svo öllum öryggiskröfum var fullgægt. Við riðum sem leið lá, eftri leiðina í átt að Rauðavatni. Höfðum við ekki farið langt þegar nemandinn heimtaði að farið yrði upp af fetinu til að prófa skiptinguna á Þyt. Það gekk alveg snar-vel. Þytur rann á tölti og brokki og nemandanum var hrósað í hástert fyrir frammistöðuna. Er skemmst frá því að segja að öll snerum við aftur glöð og kát eftir ánægjulegan reiðtúr í góða veðrinu. Ég er ekki frá því að það verði fleiri tímar í reiðkennslu....Joyful

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þetta lofa bara góðu...............................  já og takk fyrir síðast vonandi að nemandinn hafi ekki verið búinn að skúra sig niður úr gólfinu við að bíða eftir þér á föstudaginn......  kv af austan

Borgarstjórinn (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Jamm jamm..... lofar bara býsna góðu. jú gólfið var heilt þegar ég kom og sömuleiðis gulu hanskarnir.

Erna Bjarnadóttir, 2.3.2008 kl. 16:56

3 identicon

Það er mikil innspýting,,,,,,,,,,,,,fyrir reiðskóla Ernu að fá viljugan og áhugasaman nemanda í reiðskólan og ekki sakar að hafa góða hesta til að kenna nemandanum að ríða út.

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

jamm og tala nú ekki um hvað þetta er mikil lyftistöng fyrir reiðskólann...

Erna Bjarnadóttir, 2.3.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband