1.3.2008 | 17:42
Þú sparar 15.000...
Í vaxtaokrinu hér á Skerinu verða einstæðar mæður að nýta hverja matarholu sem gefst. Það hýrnaði því heldur betur yfir mér þegar ég hlustaði á auglýsingar Rúmfatalagersins í sjónvarpinu í gær. "Svefnsófi. 14.900, þú sparar 15.000". "Sófaborð, ... þú sparar 10.000" Kauptu ennþá meira og sparaðu ... Ég hef alltaf haft það fyrir sið í veislum að geyma bestu kökurnar þar til síðast á diskinum, þess vegna ætla ég rétt fyrir kl. fimm á morgun í Rúmfatalagerinn og hirða allan þennan sparnað. Ætli Sparisjóður grínista viti af þessu...
Athugasemdir
Sparisjóður grínista veit ýmislegt.
Anna Einarsdóttir, 1.3.2008 kl. 17:44
Maður verður að eyða til að spara... hmmm. það er eitthvað rangt við það..
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.