28.2.2008 | 16:24
Með plástur á vörinni...
Eftir að hafa unnið lengi hjá núverandi vinnuveitanda er maður hálf samdauna umhverfinu, fólkinu, mubblunum og ekki síst tölvunni sem tekur á móti manni á hverjum morgni. Ég fékk þessa fínu Fujitsu Siemens fartölvu fyrir sex (nei ég borgaði ekki með sexi sko) eða sjö árum. Hún er með windows 2000 stýrikerfi sem passar bara engan veginn inn í það tölvukerfi sem rekið er hérna í dag. Nema hvað nú er Jói tölvustrákur að verða búinn að setja upp nýja fína tölvu fyrir mig sem tekur til starfa á morgun (þar sem það er 29. febrúar tekur hana fjögur ár að verða "eins" árs).
Nema hvað, þar sem gamli rokkurinn er ekki alveg dauður úr öllum æðum efndi ég til samningaviðræðna við fjármálastjórann um kaup á honum. Venjulegar tölvur eru að fullu afkskrifaðar á 3 til 4 árum og þessi er því tví eða þrí afskrifuð í dag. Ég gerði því lágt tilboð, stakk upp á að ég fengi hana gefins . En fjármálastjórinn hér er harðari en það í horn að taka, og vitnaði í gamalt kvæði um hana Stínu sem sagði sem svo á sínum tíma: "Hún Mamma kemur í bæinn bráðum og borgar skuldina mína" Jú, enduðu þau viðskipti hins vegar ekki með einum kossi. Mér þótti þetta reyndar viðunandi tilboð og tók því áður en "stjóra" snerist hugur, hann var samt varla alveg nýrakaður svo nú er ég með plástur á vörinni..... Jóa tölvustrák fannst þetta líka ofgreitt fyrir þennan rokk sem eins og áður segir er þegar þrisvarsinnumlínulegaafskrifaður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.