Unglingar og útivistarleyfi...

Ég hef varla við þessa dagana að fylgja erfingjunum eftir við að vaxa úr grasi. Selma verður 13 ára á þessu ári og þá framlengist útivistartíminn til kl. 22 á veturna og miðnættis í sumar!!!Shocking

Linda er verður 17 ára í sumar - hemmmmmm.... lögreglusamþykktir ná ekki lengur yfir hana Sideways

Í dag fékk svo yngsti fjölskyldumeðlimurinn útivistarleyfi. Moli náði þeim áfanga að hoppa af sjálfsdáðum inn og út um stofugluggann og þar með er hann útskrifaður svona á daginn alla vega. Hann er kominn með þessa sallafínu bláu ól um hálsinn og merkispjald sem dinglar fast við. Cool Nú getur hann farið sjálfur að heimsækja Kristínu frænku og Ingu frænku þegar hún verður flutt í Suðurmýrina GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja það var nú kominn tími til að drengurinn fengi útivistarleyfi, vel gerður og greindur sem hann nú er .

Inga frænka fagnar öllum heimsóknum .

Inga frænka (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:20

2 identicon

Moli er skemmtilegur strákur og góður við gesti.

Við eigum einn svona hárugan strák. Hann hefur haft útivistarleyfi í nokkur ár. Þegar við gerðum upp húsið fékk hann meira að segja sínar eigin dyr. Eini glallinn við þetta fyrirkomulag er að hann heldur að hann sé fólk þannig að hann telur sig þurfa að draga björg í bú. Nú síðast náði hann að krækja í ræfils húsamús sem er reyndar óskiljanlegt það eru svo margir kettir hér í hverfinu. Músin er komin á hinar eilífu veiðilendur og líka rottuunginn sem hann dröslaði hér inn á lóðina um árið.

Ásdís (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Jújú skynugur og greindur, það eru ummælin sem "frænkurnar" í Mýrinni hafa gefið  honum. Valdís frænka tók myndina af honum hjá jólatrénu sem  birtist á blogginu.

Já Moli kann sig við gesti, pissar t.d. með strákum sem koma í heimsókn. Bláa "vegabréfið" fer honum vel, vonandi vegnar honum vel á refilstigum Seltjarnarness og passar sig á pólitíska óróabælinu við hliðina á okkur.

Erna Bjarnadóttir, 28.2.2008 kl. 10:36

4 identicon

Það er mikið að gerast í Grænumýri,og Moli er farin út að kanna lendurnar,það að vera kominn með vegabréf þýðir að hann getur sótt um pólítískt hæli i Kópavogi ef hann villist inn á óróasvæðið í Rvík og þorir ekki aftur heim í Grænumýri.Þar gæti hann fengið að læra fleiri strákabrögð eins og að pissa standandi.

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:03

5 identicon

Já við kópavogsbúar erum þekkt fyrir að taka vel á móti flóttamönnum og öðrum gestum. Og aldrei að vita nema það sé boðið upp á svosem eins og eitt vínarbrauð ef gesti ber að garði.

Ásdís (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 12:37

6 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ja hérna, þetta er nú meiri undraheimurinn þessi Kópavogur....

Erna Bjarnadóttir, 28.2.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband