Menningarmálafréttir

Ásdís vinkona skoraði á mig á dögunum að koma með fleiri bókmenntapistla. Skemmst er frá að segja að heimsbókmenntirnar hafa átt fremur torsótta leið upp á náttborðið mitt að undanförnu. Kemur þar eitt og annað til. Mikið hefur t.d. verið um koddahjal Errm og Moli heimtar sitt knús á kvöldin, kúrudýrið atarna. Svo er náttborðið líka þakið nýlegum tölublöðum af Fertilizer Europe og verðlistum á áburði frá Felleskjöpet í Noregi, liggur við að mig dreymi um þetta á nóttunni...sjá t.d. alþingistíðindi.

http://www.althingi.is/altext/135/02/l20140056.sgml

Ég hef hins vegar tekið mig á í að hlusta á tónlist. Roger gamli Waters hefur þar helst orðið fyrir valinu. Amused to death rúllar í spilaranum í bílnum og Final cut er hægt að hlusta á aftur og aftur........Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband