Afsláttur af rakstri....

Einu sinni var Gvendur Hall. á Hvanneyri í klippingu hjá ónefndum rakara í Borgarnesi. Eins og þjóð veit væntanlega er Gvendur landsfrægur rúningsmaður sem hefur rúið kindur um landið þvert og endilangt að ógleymdum Jóni í Kotinu sem hefur tvisvar orðið fyrir klippunum hansErrm 

Meðan rakarinn lét skærin saxa hárið á Gvendi færði hann í tal að gaman væri að slást í för með honum að rýja einhverntíma. Jú Gvendur tók því líklega en gat þó ekki orða bundist um að ólíkt hefðust þeir að, rakarinn tæki margfalt fyrir að fara skærum um kollinn á sér á við það sem hann tæki fyrir að rýja HEILA kind, svo hún stæði strípuð eftir. Einhverjir kippir fóru um kroppinn á rakaranum sem laumaði svo út úr sér að hann væri nú kannske til viðræðu um að veita konum afslátt fyrir slíka þjónustu.....LoL

.... sem minnir mig að ég á tíma hjá Brynhildi vinkonu í fyrramálið í rúning fyrir þorrablótið ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gaman að sögum þar sem sögupersónurnar eru kunnuglegar.  Var hann þá svona karlinn... 

Anna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: JRJ

Láttu ekki Brynhildi rýja af geislabauginn þinnog ekki heldur vængina,ég þarf að skila inn vængjum af veiddri bráð til Veiðimálastofunnar..

JRJ, 21.2.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ef þú ert að tala um þann Guðmund, núna á Hvanneyri; sem ég þekkti á árum áður og vann með á bensínstöð Esso í Borgarnesi...Þá get ég fullyrt að betri maður en hann er vandfundinn!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.2.2008 kl. 02:06

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Gvendur er alger eðalsteinn og það af stærra taginu .

Raggi, þú færð nú ekki að hirða vængina af mér strax.....

Erna Bjarnadóttir, 22.2.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband