20.2.2008 | 22:58
Þemað er íslenska sauðkindin...
Nú á að vera þorrablót í vinnunni á föstudagskvöldið. Þema kvöldsins er íslenska sauðkindin!
Ég ætla að sjálfsögðu að mæta í Pífu... en nú skora ég á vini og vandamenn nær og fjær að koma með góðar tillögur um fylgihluti eða annað sem fer vel við.
Sjálfri hefur mér dottið í hug að hekla undirföt í sömu litum en þau sjást bara ekki á öðru en því að mig mun væntalega klæja meira í "botninn" en hversdags..... Kannske mætti þæfa flókaskó....en ég kann lítið fyrir mér í því.... Koma svo...........
Athugasemdir
Sauðskinnsskór með bróderuðum ílepp er það ekki voða sparilegt? Skalt hlífa þér við þjóðlegu undirfötunum, en þess í stað skella háleistum á prjóninn og þú slærð í gegn. Punkturinn yfir I-ið er svo heimagerð hálsfesti úr einhverju sem til fellur eins og tönnum, völusteinum, kuðungum eða öðru sem hugurinn girnist.
Góða skemmtun, Villa
Vilborg (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 11:03
Góð Villa!
Erna Bjarnadóttir, 21.2.2008 kl. 12:47
Nei, nei, nei, þið eruð alveg komnar út í móa. Auðvitað er bara að þæfa pífuna svo þú þurfir helst að pína þig í hana. Efri delurinn er auðvitað lungamjúkt lambaskinnsvesti og enga sauðskinnsskó heldur a.m.k. hnéhá leðurstígvél. Ertu svo ekki alvöru hestakona sem á písk?
Ásdís (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.