Danskir dagar í Köben

Sl. fimmtudagsmorgun hélt ég til Danmerkur. Tók ég mér far með Iceland Express í þetta skipti og verð ég að lýsa ánægju minni með hve ferðin var í alla staði þægileg. Nóg pláss var fyrir allan þann handfarangur sem ég hafði meðferðis Wink, boðið var upp á að kaupa bragðgóðan morgunverð og þjónustan var þægileg. Ekki sífellt verið að skarka með söluvagna eftir ganginum.

Um kvöldið var þríréttaður kvöldverður í boði dönsku bændasamtakanna á notalegum veitingastað úti á Vesterbro. Ég gisti á Hótel Squere, hæð sexBlush. Jæja en fundurinn á föstudag var fínn, áhugaverðar umræður um ýmis mál. Eftir hann fór ég á Prikið..... æ meina Strikið og faðmaði nokkrar fataslár, kortaskanna og búðarkassa. Svikpað var uppi á teningnum á laugardeginum. Annars var margt að sjá í Köben eins og venjulega. Ég þurfti mikið að vara mig FootinMouth- t.d. á löggubílunum sem voru að flýta sér út á Norrebro, líka á rauðu köllunum á gangbrautunum við Ráðhústorgið og ýmsu fleiru. Mest var verslað á erfingjana en eina hlaupaskó verslaði ég á húsfreyjuna í Grænumýri svo ég geti örugglega verið á undan ef einhver strákur tæki upp á að ganga með grasið í skónum sínum á eftir mér.

Á sunnudag var svo heimför með IEx aftur. Fluginu seinkaði frá Íslandi og í stað 12.15 var áætluð brottför 14.30. Þegar allir farþegar voru komnir inn í vélina kom í ljós að einn farþega vantaði. Sá reyndist án skilríkja og landgöngupassa og drukkinn í ofanálag. Flugstjórinn ákvað því að skilja viðkomandi eftir og vitaskuld þurfti þá að bíða meðan leitað var að töskunni hans niðri í lest. Veit reyndar ekki hvort þetta var hann eða hún.

Til Keflavíkur var því komið líklega upp úr sex um kvöldið. Þar voru síðustu forvöð að versla þann daginn og eitthvað gert af því. IGS voru heldur ekki þeir spretthörðustu sem ég hef séð við að afgreiða töskur, þetta kvöldið amk. Því gafst rúmur tími til að rannsaka hverjir af fræga fólkinu hefðu verið í vélinni. Ég hitti m.a. Sigfinn á elliheimilinu og spurði hann hvort hann hefði skemmt sér vel í Köben. "Jáh" sagði hann. Svo spurði ég hann hvort hann hefði varað sig á glossinu á stelpunum í flugvélinni. "Jáh" sagði kappinn að bragði.

En semsagt, ég mæli eindregið með dönskum dögum, alltaf gaman í Köben.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jáh,,,,,,,,, hann er varasamur hann Sigfinnur

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sigfinnur er frábær.  Alveg dó ég úr hlátri í eina skiptið sem hann sagði eitthvað annað en jáh. 

Anna Einarsdóttir, 20.2.2008 kl. 18:29

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Já mér finnst kallinn alger snilld

Erna Bjarnadóttir, 20.2.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband