12.2.2008 | 23:19
Metaðsókn....
Í dag eru 47 IP tölur í heimsókn.... ! Það er alveg pottþétt met. (Takmarkið um topp 5000 nálgast óðfluga) Fleiri en Jóhanna á Akri, Kristjana systir, Lilla vinkona og Galdrakallinn og Ásdís í Kópavoginum sem eru að snuðra uppi það sem hæst ber í heimilislífinu hér í Mýrinni. Bloggið fékk reyndar smá auglýsingu í Mogganum á fimmtudaginn, bls. 10
. Takk fyrir komuna allesammen, ef fleirum en skrifara er einhverntíma skemmt er undirrituð ánægð. Góða nótt ...


Athugasemdir
Blessuð Erna.
Ég kíki stundum mér til skemmtunar.
kveðja að austan, Þorbjörg.
Þorbjörg (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 09:42
Bíddu er einhver samkeppni í gangi?
Ég sé þú ert búin að læra trikkið, margar færslur á dag. Helst með krassandi fyrirsögnum. Það komu yfir 20 manns í heimsókn til mín á ca 30 mín þegar fyrirsögnin var "15 ára dóttir mín stal jeppa og keyrði út í skurð"
Kristjana Bjarnadóttir, 13.2.2008 kl. 11:45
Já þó það nú væri að læra af litlu systir .....
Erna Bjarnadóttir, 13.2.2008 kl. 12:04
Eitt í viðbót:
blogga við fréttir, þetta nota margir til að pota sér ofarlega á vinsældalistann.
Ég hef nú forðast þetta því mér finnst það svona eins og "wannabe" opinber fréttaskýrandi. Ég vil frekar vera "wannabe" óopinber fréttaskýrandi.
Kristjana Bjarnadóttir, 13.2.2008 kl. 12:57
Heyrðu Erna ertu alveg búin að leggja af litla bókahornið hérna á síðunni? Ég er að lesa Mæling heimsins eftir Daniel Kehlmann í dásamlegri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Mæli eindregið með henni.
Ásdís (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.