12.2.2008 | 22:01
Beisli án méla
Ég vek athygli á nýjum tengli undir hestamennsku hér til hægri. Vinkona mín, Linda Karen Gunnarsdóttir, flytur inn og selur beisli án méla. Á síðunni má sjá umfjöllun og reynslusögur. Linda Karen er mikil áhugakona um hestvænar þjálfunaraðferðir og reiðmennsku. Fylgist endilega með því sem hún er að gera. Sjálf ætla ég að fá beisli til að prófa, það er jú líka 30 daga skilaréttur, held reyndar að enginn hafi notfært sér það.
Að lokum, ég er stundum að horfa á byrjendur í hestamennsku í kringum mig. Örfá sáraeinföld ráð væri gott að þeir tileinkuðu sér.
1. Stoppið og farið af baki eftir ca 2 km (þó hægt sé farið) hestar þurfa oft að pissa fljótlega. Næsti áfangi má vera lengri, einkum í upphafi þjálfunar.
2. Þegar komið er heim úr reiðtúr að húsi, látið reiðtúrinn enda þar. Hesturinn ykkar verður svekktur á að vera krafinn um að fara aftur frá húsi tala ekki um ef reiðtúrinn var langur og hesturinn stóð sig vel.
3. Farið sparlega og skipulega með verðlaun, leitið ráða með þau hjá reyndara hestafólki.
Góða skemmtun í hesthúsinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.