10.2.2008 | 22:53
Loksins...
viðraði til að fara á hestbak. Við Linda skruppum hún á Þyt sem var járnaður í morgun, og ég á Spora. Æ þetta var rosa gaman. Á meðan tefldi Selma á einstklingsmóti stelpna í skák. Félagarnir í hesthúsinu heimtuðu verðlaunapening, hún reiddi hins vegar bikar upp í hesthús.
Annars var ég víst að fara með ósannindi hér fyrr í vikunni, það er víst árshátíð sem stendur til í EmmErr á fimmtudaginn kemur, Ásdís við erum að skoða tilboðið með hárgreiðsluna. En nú á að knúsa koddann, nýju sængurverin eru svo ósköp þægileg
Athugasemdir
Hamingjuóskir til Selmu!
Kristjana Bjarnadóttir, 10.2.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.