...og það á slíkum góðviðrisdegi

Dagurinn byrjaði á leit að sjóðsstreymi Wink og kennitölum en allt sem fannst var ónýtur rennilás á klinkhólfinu á veskinu mínu og eina talan sem fannst var sú sem ég hneppti á buxunum mínum eftir morgunpissið ... Blush.

Linda EmmErrIngur svaf til fjögur í dag og verður að segjast að hún lítur talsvert betur út á eftir, sérstaklega er hágreiðslan flott. Til greina hefur komið að sprayja hárið með "firmhold" fram á fimmtudag þegar Herranótt verður.

En Selmu sótti ég um hálftólf í leifarnar af American Pie partýinu. Útbúið var nesti og svo fór hún á skákmót grunnskóla, stúlknasveita. Það er skemmst þar frá að segja að þær Való stelpur (Geirþrúður, Stefanía, Alexandra og Selma) urðu í öðru sæti á mótinu, fengu aðeins 1/2 vinningi minna en sveit Rimaskóla. Naumt var það! Á morgun er svo opið mót þar sem m.a. er keppt um eitt sæti á Norðurlandamóti stúlkna fæddra 1995 og síðar ... Halo

Meðan á þessu gekk hjá erfingjunum fórum við Oktavía í hesthúsið. Þar fundum við strákana, Þyt, Spora, Garðar og Geisla. Geisli var hálfslompaður því Bjöggi dýralæknir kom í morgun og fægði á honum skaufann GetLost. Eitthvað kom af "grjóti" svo vonandi verður hann léttari á fæti á eftir. Svo kom ung snót í heimsókn í hesthúsið með pabba sínum. Þytur stóð sig eins og sérfræðingur í reiðkennslunni og Spori rölti með henni fram og aftur um götuna, henni fannst svo gaman að teyma strákinn með sér. Það er gaman að vera með svona þæga og góða hesta sem geta skemmt öllum sama hvert getustigið er.

Nú sitjum við Selma með 64 reiti og 32 taflmenn fyrir framan okkur. EmmErr hittingur í meyjaskemmunni, semsagt kósýkvöld framundan á þessum góðviðrisdegi...Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilega engin lognmolla hjá ykkur mæðgum frekar en fyrri daginn. Ef ykkur vantar hágreiðsludömu á ég hér eina sem er alveg snillingur í slöngulokkum. Bara slá á þráðinn:)

Ásdís (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Nei rétt hjá þér Ásdís, sjaldan lognmolla hér á milli húsa í Mýrinni. Ég held að ég eigi númerið þitt, Herranótt er á fimmtudaginn og ég verð þá í Köben þannig að ég kem í samningaviðræður nú eftir helgina.

Erna Bjarnadóttir, 10.2.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband