8.2.2008 | 21:15
Stormur núna ríkjum ræður...
og að sögn Ásgeirs frænda míns í Greiningardeildinni hafa líkur á harðri lendingu aukist. Ég heyrði áðan þakplötur blakta í Frostaskjólinu svo það er ekki seinna vænna að gera varúðarráðstafanir. Því ákvað ég að auglýsa öll húsbréfin mín til sölu í hvelli. Ég á heila balla sem ég læt ef gott tilboð fæst en réttur áskilinn til að hafna öllum. Ætli ég opni svo ekki pítsustað fyrir ágóðann af húsbréfunum. Það er alveg öruggt að menntaskólanemar munu alltaf háma þær í sig og ég á vís meðmæli hjá Daða, Halldór og Hildi
Annars frétti ég mér til ánægju í gær að ég væri kölluð Erna frænka, á fyrrverandi vinnustað Ásgeirs frænda. Ekki bara að það sé heiður heldur eignaðist ég með því fleiri nýja frændur og frænkur á einum degi en áður hefur borið til. Síðast var það 1. desember í fyrra að Reynir frændi og Katla eignuðust tvíbura sem svo skart fjölgaði í frændgarði mínum. En það met hefur nú verið slegið. Sveinn Agnarsson hlýtur því héðan í frá að vera kallaður Svenni frændi hér í Mýrinni.
Ég sló svo á þráðinn, tja eða eða sló "vindhögg" þegar ég hringdi í Sigþór í gemsann til að fá fréttir úr hesthúsahverfinu. Hann lét vel af mönnum og hrossum þar en dúdda mía.... veðrið til að fara þangað uppeftir
.......
Ætli ég fari þá ekki bara að horfa á Gettu betur með unglingunum. Selma er í American Pie maraþoni hjá Dagnýju.... kannske ég hafi bara tíma til að taka til í frímerkjasafninu mínu í kvöld.... lítur út fyrir að það verði rólegt.
Athugasemdir
Þú ert nú meiri bloggarinn,hvað skyldu greiningadeildirnar segja um þetta,er það ekki orðið púkó að skoða frímerki,er það ekki í tísku núna að skoða hlutabréfasafnið...............Frímerkjasafnarinn
Frímerkjakallinn (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.