5.2.2008 | 10:08
Orðabók vélvirkjans…
Ég var eitthvað að googgla á netinu um daginn og rambaði þá inn á síðu hjá varahlutaverslun. Fór að skoða katalóginn og komst að því að ég þurfti orðabók til að skilja hann og auðvitað fannst hún á netinu líka. Hér koma dæmi:
Gæja-legur: Legur í úrbrædda gæja
Leiðin-legur: Það var afsláttur á þeim en ég keypti samt ekkert
Kven-legur: Legur fyrir konur
Klár-lega: Lega í klár athuga þetta ef þeir verða slæmir í hófunum
Kyn-legur: Hmm
. Er enn að reyna að skilja til hvers þær eru notaðar
Skemmti-legur: Keypti kassa af þeim
Eðli-legur: Ups
eðli
. eðla
. Setti bookmark á það til öryggis.
Athugasemdir
Varahlutir t.d legur Ærlegur ekki til Afbrigðilegur nóg af því til á einkamál Furðulegur alltaf til hér Duglegur = ég Tekið úr orðabók verkstæðisformannsins
Jón Ragnar Jónsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 13:57
ágæt-lega
þarf að rannsaka hana
Erna Bjarnadóttir, 5.2.2008 kl. 14:17
Fljót - legur: Gott fyrir hlaupara, bendi Darra á þær
Sein - legur: Gott fyrir óstundvísa, ekki mitt vandamál
Herfi - legur: Tja, eru þær í jarðræktartæki eða kerlingardruslur?
Hægðar - lega: ATH það þegar ég fæ harðlífi næst
Kristjana Bjarnadóttir, 5.2.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.