Bara gaman...

Um helgina var spáð hörkufrosti víðast um landið. Samkvæmt því sem ég gat spáð í, leit helst út fyrir að mér yrði hlýtt á Laugarvatni og því var stefnan tekin á sumarbústað þar. Þangað var komið á föstudagskvöldi í 17 stiga gaddi en inni var hlýtt og notalegt. Roger Waters og fleira frægt fólk skemmti í sjónvarpinu og á pallinum var heitur pottur sem hyggja mátti gott til glóðarinnar með að nota. Með í för var einnig gamla FujitsuSiemens vinnutölvan sem átti að taka til kostanna við undirbúining kennslu á Hvanneyri.

Fljótlega fór þó að bera á ýmsu kynlegu. Ég gerði mér grein fyrir að ég var komin í nánd við vetrarstöðvar jólasveinanna sem eru uppi við Skjaldbreið. Þeir Gluggagægir, Pottaskelfir og Gáttaþefur höfðu flúið gaddinn þar í efra og héldu nú til í sumarbústaðaðahverfinu á Laugarvatni þar sem þeir stungu nokkuð í Stúf. Þeir voru þó allir velkomnir á svæðið. Á þessum árstíma eru hins vegar ekki leyfðar myndatökur af þeim svo engar slíkar koma hér með, þessum atburðum til sönnunar.

Helgin fór semsagt í allastaði hið besta fram, allir komu aftur í bæinn sælir og glaðir á sunnudagssíðdegi með viðkomu í hesthúsinu. Smári töffari mætti þar ofjarli sínum, og verður nú vonandi sendur í sveit í vikunni með prjónvörnina með sér. Spori og Garðar voru líka á sínum stað sem og Geisli litli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband