29.1.2008 | 14:41
Ásdís Arnardóttir með myndlistarsýningu
Ásdís Arnardóttir opnar myndlistasýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri laugardaginn 2. febrúar kl. 15:00. Sýningin mun standa til 1. mars.
Ásdís málar einstaklega skemmtilegar vatnslitamyndir eftir myndum sem teknar voru á Kodak Instamatic myndavél af einfaldri gerð á miðjum 8. áratug 20. aldarinnar. Endilega drífið ykkur á sýninguna ef þið eigið leið til Akureyrar nú tala nú ekki um ef þið eigið heima þar .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.