26.1.2008 | 17:31
Moli bloggar....
Jæja, nú sitjum við Moli og bloggum. Hann með mjúku loppurnar á lyklaborðinu - afsakið stafsetningarvlliur...
Já við Selma vöknuðum í býtið og brunuðum í Hafnarfjörð á handboltamót. Grótta 2 B-lið var að keppa. Þær öttu kappi við FH og Fjölni og unnu báða leikina. Selma skoraði eitt flott línumark. Því miður komst lið Selfoss ekki á svæðið en þessi úrslit þýddu að við þurfum að vera mættar kl. 7.50 á Ásvelli í fyrramálið og þá verða leiknir 3 leikir í viðbót.
En eftir hádegi fórum við í Hesthúsið og fórum í reiðtúr á Spora og Garðari. Það var nú vel hressandi. Núna er ég orðin löt og lúri með Mola en Selma er farin út i íþróttahús í tímavörslu á móti hjá strákunum. Aðeins endingarbetri battery hjá henni. Látum inn fréttir á morgun af úrslitum í handbolta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.