25.1.2008 | 20:44
Þeir tóku allt mitt...
Mér gengur ekkert að klára Hermaður gerir við grammófón. Ég rakst hins var á bók á einn "Jón Sigurðsson" á útsölunni í Eymundsson sem ég kláraði á örskotsstundu. Bókin heitir: Þeir tóku allt mitt - meira að segja nafnið mitt. Þetta er saga konu sem var barn um 1920 þegar Tyrkir stóðu fyrir þjóðerinishreinsunum á Pontus Grikkjum sem bjuggu við Svartahaf. Fleiri þjóðflokkar uðru fyrir þessu t.d. Armenar og Assyrýumenn en allt voru þetta kristin þjóðabrot. Fólkinu var ýmist hreinlega slátrað eða það sent í skelfilegar dauðagöngur. Konan heitir réttu nafni Þemía en fékk nafnið Sano og síðar eftirnafnið Halo eftir að hún var "seld" manni sínum fimmtán ára gömul.
Þeim sem finnst ástæða til að gera lítið úr alþjólegum rannsóknum og könnunum sem sýna að íslendingar eru í hópi hamingjusömustu þjóða heims ef ekki sú hamingjusamasta, ættu að lesa þessa bók. Við höfum allt til alls, veðrið vitum við að er ótryggt og sjaldan hlýtt og myrkrið kemur árlega í nóvember. Þeir sem þurfa að nöldra yfir því geta flutt annað. Að öðru leyti búa fáar þjóðir við aðra eins velsæld og öryggi.
Núna er ég með á náttborðinu bókina Alek sem er saga heimsþekktrar fyrirsætu sem flúði borgarastyrjöldina í Súdan... þetta er kannske einhæft en mér finnst bara gaman að lesa bækur um fólk sem hefur lent í alvöru lífsreynslu.
Athugasemdir
Úbs ég sem ætlaði að fá Hermanninn lánaðan hjá þér
Nenni ekki að lesa torlesnar bækur, bækur verða að grípa mig svo ég haldist við, er að lesa Ösku, hún er OK, ekkert meira.
Kristjana Bjarnadóttir, 25.1.2008 kl. 22:42
Sástu nokkurn tíma kvíkmynd ættaða frá Sviss og fékk Óskarinn fyrir bestu erlendu kvikmyndina 1994 að mig minnir? Reise der Hoffnung heitir hún og er ein áhrifamesta mynd sem ég hef séð. Boðskapur hennar hefur lítið breyst þessi ár sem liðin eru síðan þá. Ég á það alveg til að tárast yfir góðum myndum en var langt í frá sú eina sem grét í bíó í það skiptið.
Ásdís (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:40
Nei ég sá ekki þessa mynd, hef heldur aldrei séð lista Schindlers, bara lagði ekki í það... Það er auðveldara að lesa þetta í bókum.
Erna Bjarnadóttir, 26.1.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.