22.1.2008 | 22:49
Jónas og fjölskylda...
Við Oktavía erum miklir félagar eins og áður hefur komið fram. Hún er umburðarlyndið eitt þegar kemur að þörfum mínum fyrir að þvælast um götur bæjarins hvort sem það er út eða suður. Stundum misbýður okkur aksturslag náunganna, þeir gefa ekki stefnuljós, svína í hringtorgum eða gefa ekki sjens að skipta um akreinar þegar á þarf að halda. Stundum fýkur í gamla brýnið undir þessum kringumstæðum og orðaflaumurinn..... tja já og ýmis líkamstjáning
. Þið munið kannske eftir Jónasi og fjölskyldu sem ferðuðust um þjóðvegi landsins hér um árið, tja svona um það leyti sem Bubbi var enn með hár og spaði þýddi skófla. Jónas hafði margt að athuga við aksturslag náunganna en hann var sérstök fyrirmynd í að halda niðri ökuhraða landans ef ég man rétt. Mér líður stundum eins og hann hljóti að eiga afkomendur á götum bæjarins. En síðan Jónas hvarf af þjóðvegum landsins hefur bæði hámarkshraði verið hækkaður og meðalhraði samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar rokið upp úr öllu valdi. Ég er reyndar með tillögu sem gæti bitið enn frekar en þær aðferðir sem beitt er í dag við að sekta fyrir of hraðan akstur. Mín tillaga er að sektað verði í hlutfalli við verðmæti bifreiðarinnar sem í hlut á
Need I say more.....

