31.12.2007 | 00:02
Ellefu af tíu mögulegum...
... er einkunnin sem ég gef árinu sem nú er að kveðja. Það skyggði vissulega á að Laufey amma féll frá á árinu, blessuð sé minning hennar. En þetta varð árið sem ég endurheimti hestamennskuna að fullu. Ég hef ekki stundað hana jafn mikið líklega síðan árið 1988 þegar ég var á Hólum að kenna með þær systur Brönu og Baldintátu með mér og svo framkvæmdastjóri fjórðungsmóts á Kaldármelum um sumarið. Þá gerði ég líka bestu hestasölu mína sem enn hefur ekki verið jöfnuð. Þá seldi ég Gust minn litla undan Perlu.
Á árinu eignaðist ég marga nýja vini ekki síst í kringum hestana. Hestaferðin sem við ég og erfingjarnir fórum í með fleira frændfólki var frábær, jafnvel þótt myndavélin yrði viðskila við mig uppi á miðri Rauðamelsheiði. Hún fannst reyndar í göngunum við afvelta kind og myndirnar í fínu lagi þó rignt hefði í margar vikur. Finnendur þekktu Brynjar frænda í Bjarnahöfn á myndunum, munur að ferðast með fólki sem er frægt í alvörunni.
Brynhildur hárgreiðslukona er endanlega búin að taka mig upp á sína arma, fór í áramóta-snurfusið til hennar á föstudaginn. Ég get svarið að Sveinbjörn á Hótelinu horfði gapandi á mig á eftir - hún lét ekki nægja að klippa, túpera og spreyja, heldur litaði augabrýr og smalaði saman förðunarvörum úr veskjum sínum og hinnar hágreiðsludömunnar á svæðinu, til að fullkomna verkið. Teflonhúðinni hefur verið sagt stríð á hendur!!
Árið 2008 má því koma fagnandi, vonandi tekst að búa til margar skemmtilegar minningar tengdar því.
Athugasemdir
Já ekki svo slæmt ár það. Er ekki bara spurning um að heimsækja hana Brynhildi aftur fyrir næsta fund í málfundafélaginu, og slá allar hinar kellingarnar út í einu höggi?
Annars segi ég bara gleðilegt ár Erna mín og vonandi hafið þið mæðgurnar það sem allra best, og takk fyrir skemmtilega fundi á þessu ári, megi þeir halda áfram að vera jafn góðir á því næsta.
Ásdís (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 12:49
Já vonandi verða málfundafélagsfundirnir áfram margir og jafn skemmtilegir og alltaf. Þarf bara að muna eftir að koma með myndaalbúmið mitt mín kæra, leynist ekki mynd þar sem þú hefur ágirnd á að fá léða.
Erna Bjarnadóttir, 31.12.2007 kl. 13:15
Gaman fyrir þig að geta gefið líðandi ári svo frábæra einkunn og ég bíð eftir næstu áramótum að sjá hvaða einkunn komandi ár fær hjá þér. Óska þér og þínum alls hins besta á komandi ári og gæfu og gleði
Húnvetningurinn (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 13:50
Jú, heyrðu ég er einmitt búin að vera að glíma við mína útgáfu af þessum hnúkaþey. Úff, þetta skilur víst ekki nokkur maður aðrir en við tvær. Og merkilegt hvað þetta er allt saman húnvetnskt á þessari síðu. Allavega, afraskturinn verður frumsýndur á bókasafni Háskólans á Akureyri bara strax núna í janúar.
Ásdís (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.