29.12.2007 | 18:17
Laugardagur til lukku...
Æ nú er ég líklega að gleyma að kaupa lottó eina ferðina enn. Annars var tekin törn í dag. Handboltastelpur í Gróttu sem ætla á Partilla Cup í Svíþjóð í vor, tóku sig til og söfnuðu dósum á Seltjarnarnesi með liðsinni foreldra. Nesbúar tóku vel á móti stelpunum, afraksturinn fyllti nánast einn pallbíl og skilar vonandi góðri summu í ferðasjóðinn.
Daginn byrjaði ég annars á að heimsækja strákana í Tónastöðinni sem skiptu um strengi í Fendernum og svo skilaði ég ónefndri bók í Mál og menningu, það má örugglega nýta inneignarnótu þar við tækifæri.
Munið svo krakkar mínir að versla flugeldana hjá hjálparsveitunum og Landsbjörgu. Þessir aðilar vinna gríðarlegt starf fyrir okkur hin sem finnst best að breiða sængina uppfyrir haus þegar úti hvín og blæs.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.