28.12.2007 | 11:00
Hvernig geta fjórir fjörkálfar...
þrír táningar, ein húsfreyja og einn köttur sofið samtímis í íbúðinni minni? Ég hefði kannske átt að hugsa út í það fyrr!
Táningarnir þrír lokuðu sig inni í herbergi eldri heimasætunnar, settu DVD mynd í sjónvarpið, læstu og hentu lyklinum og vonuðust til að vera látnir í friði.
Fjörkálfarnir fjórir hreiðruðu um sig í stofunni en eitthvað háði þindarkrampi því að Óli Lokbrá sæi um að þeir héldu samninginn um að húsfreyja fengi svefnfrið frá miðnætti. Það var pískrað, flissað, upphugsaðar aðferðir til að stríða táningunum og þeim strítt eins og hugmyndaflugið leyfði. Rúmlega þrjú heyrðist síðast í þeim og já þá þurftu þær að fara að sofa því það var handboltaæfing kl. 9 í morgun. Einn fjörkálfur vaknaði við símann sinn í morgun en ég býst ekki við mikilli mætingu á handboltaæfingu af stofugólfinu hjá mér.
Af húsfreyju og kisa er það að frétta að kisi gat ekki sofið fyrir spenningi og mátti heyra hann hlaupa fram og aftur með fjörkálfunum fram eftir nóttu. Húsfreyja dró sængina upp fyrir haus, og mátti heyra hrotur hennar um tvöleytið en eitthvað varð samt minna um svefn en löngun hennar stóð til.
Jólafrí er jú til að skemmta sér!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.