Góðir hálsar og sænskir menn...

Að taka þátt í félagsstarfi er ákaflega mannlegt og skemmtilegt. Sumir eru í leynifélögum, aðrir í Rotary eða saumaklúbbum en ég er í sundfélagi. Sundfélagið heitir Grettir eftir mesta sundkappa Íslandssögunnar, Gretti Ásmundarsyni. Þetta félag hefur starfað um árabil á þriðju hæð Hótel Sögu, nánar tiltekið meðal starfsmanna Bændasamtaka Íslands. Gildir limir Tounge eru 9 og fjarlimur einn ef ég tel rétt, samtals 10. Ég hef þá ánægju að vega þungt Cool þegar meðalaldur er reiknaður, næsti limur (að fjarlimi frátöldum) er 10 vetrum eldri en ég og sá elsti, sem jafnframt er formaður félagsins, fyllti áttrætt í fyrra ef ég man rétt.

Á morgun, síðasta virkan vinnudag fyrir áramót, verður árlegt Grettiste. Þar verða fram bornar kökur að hætti félaga og drukkið te. Lesnir verða  valdir kaflar úr Grettlu og lögð fram vottorð um sundafrek í öðrum löndum, auk hefðbundinna fundarstarfa. Mér er nær að halda að andlegri deyfð sé um að kenna hve treglega gengur að fá unglimi í félagið en á meðan held ég stelpunafnbótinni kyrfilega. En allavega, ég hlakka svo til og ég veit að formaðurinn hlakkar ekki minna til LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband