Korter í jól....

Jæja, þá styttist í blessuð jólin. Hér á bæ er flest á áætlun, búið að stilla jólatré upp, senda kort, kyssa Kristjönu, Darra, Rán og Sindra bless og kaupa jólagjafirnar nema hvað...? Jú meðan Linda hefur aðstoðað samborgarana við innkaupin í Hagkaup, þ.e. skannað strikamerki og straujað greiðslukort, höfum við Selma haldið í Austurveg til innkaupa. Við höfum þó stigið fæti í síðasta sinn í bili vonandi, inn í Kringluna og Smáralind, látum Kastljós um að flytja okkur fréttir af stressinu þar. Í staðinn höfum við tekið stefnuna á Skeifuna. Þar höfum við fundið einstaklega góða þjónustu og viðmót í snyrtivörudeild Hagkaupa í Skeifunni. Við getum vel hugsað okkur að fara oftar þangað þannig að Finnbjörn litli má búast við að það verði rakspíri í jólapakkanum, það er hvort sem er mesta fúttið að rífa pappírinn þegar maður er rúmlega 7 mánaða. Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband