21.12.2007 | 08:48
Að fægja stássið sitt
Á mörgum heimilium er ættarsilfrið fægt með viðhöfn fyrir jólin. Þar sem ég á ekkert slíkt ákvað ég á ár að fægja geislabauginn minn. Hálfníræð manneskjan, ekki mikið þó það þurfi að fægja hann einu sinni. Jæja en sem ég er að handleika hann og pússa dettur mér í hug að gaman væri nú að bæta svona eins og einum geisla í hann. Ekkert með það nema ég googlaði orðið geisli á netinu, fann einn sem mér leist afar vel á og keypti. Þar sem ég hafði ákveðið að skína með skærasta móti á næsta ári, keypti ég líka stóran Geisla. Í gær var svo fenginn jeppi með palli og hestakerra til að sækja gripinn, dugði ekkert minna. Allt var vel undirbúið, tveir aðstoðarmenn með í för til að flutningurinn heppnaðist sem best og reyndur sveitamaður fylgdist með færð og veðri á fimm mínútna fresti. Er skemmst frá því að segja að allt gekk samkvæmt áætlun. Af hógværð minni ætla ég hins vegar ekki að setja Geislann upp fyrir en eftir áramót, svo liðið sem eyddi hundruðum þúsunda í að láta vefja seríum um grindverkin sín verði ekki miður sín. Hann er því geymdur uppi í hesthúsi hjá Sigþór og lýsir vonandi vel þar.
Athugasemdir
Jæja stelpa. Ég samgleðst þér innilega með Geislann þinn og vona að hann eigi eftir að reynast þér vel
þar sem ég hefi aðeins fylgst með aðdragandanum að þessu hjá þér og sannfæringu þinni fyrir þessu veit ég að þetta er gæfuspor fyrir þig! Þú átt bara eftir að njóta Geislans
það er mín von, verst að komast ekki með í förina að sækja gullmolann 
Húnvetningurinn (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 01:06
Takk takk, það verða áfram fluttar fréttir af Geisla á blogginu.
Erna Bjarnadóttir, 22.12.2007 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.