Hagfræði heimilanna

Í jólatiltektinni dúkkar stundum eitthvað upp sem minnir mann á meðfædda hæfileika hagfræðings til að auka verðgildi tekna heimilisins. Undirrituð er jú búin að vera eina fyrirvinna heimilisins í 12 ár. Auk meðlags sendir ríkið mér svo fáeinar krónur í barnabætur 4 sinnum á ári en þar sem ég lagði á mig að vera hálftekjulaus frameftir þrítugsaldrinum og safna skuldum hjá LÍN til að hafa von um hærri tekjur eftir nám, sem jú skilaði mér ágætis starfi, þá eru þessar barnabætur eins litlar og leyfilegt er. Ekkert tillit tekið til þess að ég er semsagt af þessum launum  mínum á greiða niður námslánin sem ég tók þegar ég var tekjulaus námsmaður. En jæja til að sjá við þessu hef ég ýmis ráð til að margfalda verðgildi þeirra króna sem rata í veskið. T.d. fann ég hátt í tíu pör af hestavettlingum sem ég keypti á 100 kr parið á útsölu, merkt verð á sínum tíma var svona kringum þúsundkallinn. Já lágmark áttföldun á verðmæti hvers hundraðkalls, ekki ónýtt það ef ég nota þessa vettlinga einhverntíma. Inni í skáp eru 5 pakkar af jólakúlum úr Húsgangahöllinni sem kostuðu 100 kall pakkinn... (merkt verð 900 kr) og ég ekki byrjuð að skreyta og jólasveinninn hættur að gefa í skóinn á þessu heimili (mér líka). Samtals 10-15 þús. kall. Miðað við að ég kom út í 64% gróða á síðasta lottómiða sem ég keyptin(breytti 500 kr í 820)  þá er þetta nú aldeilis ekki ónýtt. Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, mjög einföld dæmi um það hvernig maður getur grætt svo um munar. Minnir mig á eina mestu gróðaferð sem ég hef farið í Hagkaup fyrir nokkuð mörgum árum síðan, en þá var verið að kynna þar súkkulaði, eitthvað sem átti að vera gott með kaffi. Þarna var sem sagt kostaboð, 3 stk. á 130 krónur í stað eins stk. á 90 kall. Sá ég þarna stórgróða og skellti mér á eina þriggja stykkja pakkningu. Var ég hinn ánægðasti með fenginn og gróðann því þetta var það eina sem ég hafði meðferðis út úr búðinni. Á heimleiðinni rann upp fyrir mér ljós. Gróðinn var enginn heldur 130 króna tap. Ekki mikill hagfræðingur ég.

Sveitakarlinn (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

íslensk hagfræði: More you buy, more you earn.

Kristjana Bjarnadóttir, 20.12.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband