19.12.2007 | 11:07
Menntamál
Í gær birtust í blöðum fréttir af niðurstöðum úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. Af fréttum að ætla mætti halda að þetta væri kjödæmakeppni, mest greint frá hvaða kjördæmi væri hæst og lægst að meðaltali. Svo vill til að þarna var um 9 og 12 ára börn að ræða sem tóku þessi próf fyrir sléttum TVEIMUR MÁNUÐUM. Fréttir um útkomu birtast áður en börnin fá sínar niðurstöður. Hvers konar framkoma er þetta eiginlega, eiga börnin að líta upp til fólks sem kemur fram við þau eins og tilfinningalausar tölur. Líklega dettur þessi póstur inn um lúgurnar í dag, nákvæmlega þegar jólafríið er að hefjast, það verður nú misgaman trúi ég.
Nei þar fyrir utan er prófadellan í grunnskólum fyrir utan allt velsæmi - það hlýtur að vera erfitt fyrir marga.
Athugasemdir
Niðurstöður komu ekki í dag. Svör Námsmatsstofnunar yfir hve seint þetta kemur eru að einhver Finnbogi hafi hætt. Hefði þetta samt verið látið líðast gagnvart fullorðnum????
Erna Bjarnadóttir, 19.12.2007 kl. 14:11
Finnbogi hættur og börnin vita bara hvar þau stóðu miðað við núverandi kjördæmaskipan. Kannski það verði gagnið sem af þessum prófum verður, börnin verða upplýst um kjördæmaskipan á íslandi.
Annars sýndist mér það litla sem ég skoðaði í gær að menn væru að draga ansi víðtækar ályktanir af mun á meðaltölum upp á 0,1.
Er þessi munur marktækur spurði ég sjálfa mig?
Hver voru marktæknimörkin?
Hvert var p gildið?
Hm. Er ekki eðlilegt að spyrja svona? Það er nefnilega ekki sama munur og munur.
Kristjana Bjarnadóttir, 19.12.2007 kl. 16:13
Vita það ekki einu sinni ennþá og enginn kennari til að ræða þessar niðurstöður fyrr en árið 2008....
Erna Bjarnadóttir, 19.12.2007 kl. 16:33
...já meðan Kastljós rausaði um jólastress og minnti landann á að gleyma ekki að taka þátt í því tók morgunþátturinn Zúúber á FM957 samræmdu prófin fyrir. Óska hér með að mitt afnotagjald renni til FM957.....
Erna Bjarnadóttir, 20.12.2007 kl. 12:52
Ein ábending til Sigurðar. Hef dæmi úr tveimur landsbyggðarskólum þar sem beinlínis var ætlast til að nemandi með námserfiðleika tæki ekki samræmdu prófin. Um var að ræða sama einstaklinginn sem var í sitthvorum skólanum í þessum tveimur bekkjum, í sitthvoru "kjördæminu" svo þetta prófa feik á víðar við en í Reykjavík.
Sveitakallinn (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 11:36
Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé hrein sóun á fjármunum. Ég veit dæmi þess að börn sem standa höllum fæti og fá lágt á þessum prófum fá enga viðbótar þjónustu. Þau sitja bara uppi með þann stimpil að vera slök á landsvísu án þess að nokkuð sé aðhafst. Sveitarfélög geta keppt í Útsvari en látið börnin okkar í friði.
Erna Bjarnadóttir, 28.12.2007 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.