Pæjur

Jæja, þá er búið að forða erfingjunum frá jólakettinum þetta árið Wink . Þær eru núna dansandi fyrir framan stærsta spegilinn á heimilinu. Sá glottir reyndar daglega framan í mig því hann stendur vörð um herbergisdyrnar Cool . En sumsé bréfdúfurnar flognar með öll jólakortin, búið að semja um baksturinn við Jóa í Bónus, mamma býður í jólamatinn svo hér er lítið um svokallað jólastress. Bara fuuuulllllt af frídögum framundan Grin .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að jólakötturinn fitnar ekki af erfingjaáti á þínu heimili  og vonandi ertu búin að forða þér líka  og hvernig glotta speglar? Hef ekki séð svoleiðis en gott ef þú hefur vörð við dyrnar. Svo þið notið enn dúfurnar þarna vesturfrá. Hér er það Pósturinn sem fer með kortin, mörg ár síðan við hættum að senda með fuglunum  vonandi að þær rati á rétta staði. Er Bónus Jói farinn að taka að sér bakstur fyrir konur útí bæ? Hélt fyrst að þú ættir við Jóa Fel  En gott að búið er að sjá fyrir öllu og þið getið slappað af fyrir jólahátíðina og notið hennar þegar hún gengur í garð.

Sveitakarlinn (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Mér fannst upplagt að nota dúfurnar í rokinu, flest kortin fara norður og austur og vindur hefur verið hagstæður að því leyti. Tja Jói gerir þetta fyrir okkur hérna á Nesinu... bara svo margir sem nota þetta að hann afgreiðir þetta í Bónus kallinn.

Spegillinn hefur staðið sig vel skal ég segja þér, aðeins spengilegustu karlmenn voga sér í átt að herberginu mínu..... hinir sjá sitt óvænna hehe

Erna Bjarnadóttir, 19.12.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband