16.12.2007 | 17:24
Líf og fjör
Í gær opnaði ég bensínreikninginn minn á leiðinni Grænamýri-Fjárborg-Grænamýri. Fór semsé fyrstu ferðina á formlegri hestavertíð. Að vísu eru klárarnir ekki komnir en erindið var að fara með FAXA hnakkinn - sem er enn til sölu - í hnakkageymsluna hjá Sigþór og prófa Hrímnishnakk sem er í láni hjá okkur. Húsið hjá Sigþór er orðið hálffullt af hrossum enda taka margir snemma inn í ár vegna holdhnjóska í hrossum. Ég fékk Randver gamla lánaðan undir hnakkinn og sá var eins og foli á vordegi. Dagný hestaskvísa slóst í för á snoturri brúnskjóttri hryssu.
Á heimleiðinni heilsaði ég upp á Lillu í Möðrufellinu og þáði kók og nokkur silungsflökk í nesti. En ekki var til setunnar boðið því von var á gestum til næturgistingar. Þær Bryndís og Sandra komu til Selmu að gista og var mikið fjör hjá þeim langt fram á nótt. Valgeir og Ingibjörg litu líka inn svo nóg var til skemmtunar.
Í dag brugðum við Sigþór og Selma svo undir okkur betri fótunum og heimsóttum Moniku á Hrafnkelsstöðum. Þar gat að líta ýmsan bústofn, og gaman að koma. Ekki orð meira um það að sinni. . En rigningin á leiðinni í bæinn, uff... er Landsvirkjun ekki búin að fá nóg vatn í þessa polla sína og getur sent þetta særinglalið sitt í jólafrí
.
Best að finna svo upp á einhverju hæfilegu verkefni fyrir kvöldið, leita að jólaseríum eða strauja skyrtur .
Athugasemdir
Greinilega alltaf nóg að snúast á þínum bæ og gaman að hestavertíðin skuli vera að hefjast
Var að velta einu fyrir mér, sé að þið brugðuð undir ykkur betri fótum. Hefði hug á að vita hvort og hvar betri fætur fást, því mig vanta skárri vinstri fót þar sem gigtin er að taka sig upp í mínum 
Svo langar mig vita hvort rigningin hafi örugglega verið á leiðinni í bæinn en ekki eitthvað annað? Datt þetta í hug vegna annars, en eitt sinn er ég var að leggja af stað í bæinn frá Akureyri spurði ein sem ætlaði með í þá ferð hvort Holtavörðuheiðin væri ekki á leiðinni suður. Jú, svaraði ég. Frétti í morgun að hún væri komin suður fyrir Borgarnes og sæktist ferðin bara vel
Sveitakallin (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 08:33
Jú betri fætur fást hjá Bílaþingi Heklu (þeas ef maður sættir sig við notaða)
. Ja þetta með rigininguna sko..... held að rigning hafi verið á leiðinni austur yfir landið
og held að ferðin hafi sóst vel, alla vega var töluverður hraði á henni 
Erna Bjarnadóttir, 17.12.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.