Hvað eru fréttir?

Fjölmiðlar landsins hlupu desember fyrir helgina þegar strákpjakkur að Skaganum komst í fréttirnar eftir að hafa hringt í Hvíta húsið. Þetta þótti stórfrétt. Halló.... er ekkert í fréttum á þessu skeri eða hvað. Sjálf var ég ekki viss um hversu fyndið þetta var fyrst, einhver kjáni af Skaganum að þykjast vera Óli grís. Mikið eru þeir takmarkaðir á skiptiborðinu í Hvíta húsinu að kaupa þetta bull í byrjun.  Stráksi gaf þessu liði hressilega langt nef með því að senda bróður sinn í viðtal við Stöð 2. Það var góður brandari fannst mér og viðbrögð fréttastofunnar enn betri. "Við höfum gert honum grein fyrir alvarleika málsins" var haft eftir Guðjóni fréttamanni í Fréttablaðinu. Þetta kórónaði brandarann alveg. Fréttamenn sem voru nógu vitlausir til að keyra upp á Skaga út af þessu .....kommon.

Nei krakkar mínir, stráksi er vel að athygli kominn eftir að gera þetta stólpagrín að fullorðnu fólki en vonandi hafa fjölmiðlar vit á að snúa sér að alvöru fréttamennsku og þjóðfélagsgagnrýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Verst ef grínið tekur á sig þá mynd að hann komist á svarta listann hjá Kananum og fái aldrei að stíga fæti á jörðina hjá þeim, slíkt gæti lokað suður-Amríku í leiðinni.

Öllu gríni fylgir alvara. En stráksi var góður og Stöð 2 hljóp apríl í leiðinni.

Kristjana Bjarnadóttir, 13.12.2007 kl. 00:52

2 identicon

Hann mun sennilega aldrei eiga þess kost að ferðast til Bandaríkjanna. Ég dreg þessa ályktun af fréttum af reynslu konunnar sem var hlekkjuð og fangelsuð fyrir að fara 3 daga fram yfir dvalarleyfið. Annars velti ég því fyrir mér hvað það var skrýtið að löggan bankaði uppá hjá stráksa. Hefði ekki verið nær að þeir í Hvíta húsinu tæku til í sínu staffi og athuguðu hvernig stæði á því að svona heilagt símanúmer lægi á glámbekk?

Ásdís (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 07:50

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Jamm ýmsar hliðar á þessu en fjölmiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega ættu að hafa fund á fréttstofunni ef það er ekki búið. Svei mér þá ef Svali og Co. í morgunþættinum Súper á FM957 standa sig ekki betur, í morgun voru þau að fjalla um kynferðislega misnotkun og aðgerðir gegn því undir merkjum Blátt áfram. Áfram Svali og Co.!!!

Erna Bjarnadóttir, 13.12.2007 kl. 08:44

4 identicon

Gott ef þetta grín strákanna af Skaganum slær ekki skemmtiefni stöðvar2 út. Óborganlega fyndið að fara svona með aumingja fréttamanninn

Hafsteinn (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband