Saumó og fleira

Í gærkvöldi var saumó hjá Stínu. Til hamingju með nýju íbúðina Stína mín, hún er falleg og rúmgóð. Alltaf gaman að hittast stelpur. Í dag stormaði ég svo á bókasafnið og nú er People's act of love mætt á náttborðið, sú sem Ásdís mælti með, segið svo að bloggið sé ekki gott til samskipta. Bókarýni síðar

Fyrir framan mig í sjónvarpinu er norsk fræðslumynd um hið gleymda borgarastríð í Burma. Fíllinn er þarna í stað dráttarvéla og fólkið af Karanættbálkinum sem telur 9 milljónir, fallegt og elskulegt og trúfrelsi ríkir. Búddamunkar spila myllu með öltöppum. Já og börning syngja We shall overcome.

Að lokum: Hef til sölu hnakk, Faxa úr Ástund. Áhugasamir hafi samband.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband