Ættarbönd

Í gær hélt Rúna frænka sinn árlega bröns eins og það heitir orðið á íslensku. Þessi skemmtilega venja hennar hófst fyrir nokkrum árum og var m.a. hugsuð til þess að safna saman jólagjöfum fyrir langömmu sem hafði þann sið að senda öllum afkomendum undir fermingu, lítinn jólapakka. Langamma lést í vetur, blessuð sé minning hennar. En Rúna heldur þessum skemmtilega sið áfram. Til samsætisins er boðið ömmubörnunum og þeirra börnum. Þarna gefst skemmtilegt tækifæri til að sýna sig og sjá aðra, sjá nýja frændur og frænkur og treysta ættarböndin. Yngsti afkomandinn í gær var hann Finnbjörn litli en margir fleiri voru saman komnir. Svo skemmtilega vildi líka til að tvö frændsystkin, frændi og frænka, bættust í hópinn þennan morgunn svo enn stækkar ættboginn.

Takk fyrir skemmtilegt boð Rúna, það er yndislegt að fá þetta tækifæri til að treysta böndin við öll þessi yndislegu frændsysktini.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ :)
já það var rosa gaman þarna ;p
haltu áfram að blogga btw gaman að lesa þetta hjá
þér mútta xp en okey sé þig ;)
-selma

Selma (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband