Infidel - Heiðingi

Þá er ég búin með Infidel, reyndar fyrir nokkrum dögum. Ayan Hirsi Ali er einstaklega hugrökk kona. Það er ekki mikið meira um það að segja. Bókin lýsir æsku hennar og uppvaxtarárum í Sómalíu, Saudi-Arabíu, Ethiopiu og Kenya. Aðstæður í þessum löndum eru ólíkar og fjölskyldan þarf að aðlaga sig þeim hverju sinni. Það er út af fyrir sig ótrúlegt að þau skuli hafa gerst svo víðreist. Harkan í þessum samfélögum er fjarri því sem við þekkjum. Frjáls hugsun sem við tökum sem sjálfsagðan hlut er ékki örvuð heldur er unga kynslóðin innrætt af þeim eldri. Ferill hennar í Hollandi er með öllum ólíkindum og undirstrikar enn hve gríðarlegum kjarki Ayan býr yfir. Kjarki til að berjast fyrir mannréttindum og gegn hvers kyns misrétti. Það er skylda okkar sem viljum taka þátt í verja lýðræði og mannréttindi í heiminum að kynna okkur óþægilegan sannleika, misrétti og kúgun.

 Lesið Infidel hún kemur okkur við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband