14.11.2007 | 20:47
Moli
Það er frábært að eiga ljúft gæludýr. Hér á heimilinu er eitt sem heitir Moli. Hann eru gulbröndótt fress (eða var það æ æ). Þegar ég er að slaka á eftir kvöldmatinn er hann búinn að gera sér að reglu að koma og leggjast ofaná mig og steinsofa. Æ það er nú ósköp notalegt að hafa ylinn af þessu litla dýri og finna traustið sem það hefur á manni að geta legið svona í fanginu á manni og slakað fullkomlega á. Ekki laust við að sjálfsálitið hækki bara dáldið við þetta hehe.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.