Bókmenntagagnrýni

Góðir hálsar: Þá er ég byrjuð á Infidelity eftir Ayaan Hirsi Ali. Byrjunin lofar góðu. Um daginn las ég hins vegar íslenska bók og hef sjaldan orðið jafn hissa já á hverju? Bókin var Aldingarðuinn eftir Ólaf Jóhann og ég var alveg "kjaftstopp" yfir því hve mikið lof þessi bók hlaut miðað við það sem ég fékk út úr lestri hennar. Fyrir utan stirðbusalega skrifuð samtöl og lýsingar t.d. á hesthúsahverfi í Reykjavík sem helst var að finna að höfundur hefði tæplega komið í þá fannst mér ekkert uppbyggjandi sitja eftir af lestrinum. Jú nema kannske að sögupersónurnar virtust allar hafa strandað einhversstaðar á að vinna úr árekstrum í lífinu og það sæti í þeim alla ævi eða amk þangað til saga hvers og eins endaði í bókinni og ekkert benti til að betri dagar væru framundan.

Ef ykkur langar að lesa áhugaverðan höfund þá mæli ég með Haruki Murukami sem er japanskur og skrifar mjög góðar bækur. Góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með síðuna Erna! Hvernig væri að koma með örstuttan úrdrátt eða lýsingu á Infidelity, svona til að kveikja almennilega í manni.

Hef ekki lesið Aldingarðinn, Ólafur kallinn hefur ekki höfðað mikið til mín, en kannski væri allt í lagi að gefa honum smá séns. Flott að hafa svona bókmenntarýni. Sú bók sem mér finnst enn eftirminnilegust af þeim sem ég hef nýlega (síðustu 5 ár) lesið er enn People's Act of Love eftir James Meek. Hún er til í íslenskri þýðingu og heitir þá Í nafni kærleikans.

Ásdís (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:35

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Hef ekki lesið Aldingarðinn en finnst Ólafur Jóhann stórlega ofmetinn, hef lesið nokkrar bækur eftir hann og það sat lítið eftir þann lestur.

Kristjana Bjarnadóttir, 12.11.2007 kl. 18:11

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Takk fyrir þetta stelpur. Hún heitir víst Infidel sem þýðir heiðingi en í íslensku þýðinunni ber hún titilinn Frjáls sem er einkennileg gelding á þeim upprunalega. það er umfjöllun um Infidel í mogganum í dag en ég er bara búin með svona einn þriðja og er að lesa hana reyndar á ensku. Það væri gaman ef fólk væri til í að skiptast á skoðunum á bókum og áhugaverðum titlum við mig. ég kíki eftir þessari sem þú nefndir Ásdis. :)

Erna Bjarnadóttir, 12.11.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Góð hugmynd að benda á áhugaverðar bækur, hef lítið lesið undanfarið og vantar eiginlega góðar ábendingar. Ráfaði um hér heima og fann Gerplu, las hana í menntaskóla og mundi að hún var frábær en búin að gleyma miklu. Ætla að láta reyna á hana.

Kristjana Bjarnadóttir, 12.11.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband