Fyrsta færslan

Það er þrennt sem ég ætla að blogga sem fyrstu færslu:

1. Lesið bókina "A long way gone" eftir Ismael Beah. Hann var barnahermaður í Sierra Leone í borgarastyrjöldinni þar á síðasta áratug. Skelfilegur sannleikur sem skiptir hugsandi fólk máli. Það sem bjargaði honum var ótrúleg heppni og náungakærleikur.

2. Vissuð þið að það er hægt að tala ókeypis við vini ykkar hvar sem er í heiminum með hjálp gmail.com og googletalk. Ef þú átt vin í Bretlandi eða Barentshafi, Grímsey eða Grænumýri gæti þetta verið fyrir þig.

3. Ég er nýbúin að vera í USA í 9 daga með nokkrum Íslendingum. Það kom mér verulega á óvart að fólk skyldi ekki kunna notkun orðisins "please" í samskiptum við þjónustufólk. Í versta tilviki varð uppskeran af þeim ruddaskap sem þjónarnir upplifiðu af þessu léleg þjónusta og kuldalegt viðmót. Kæru vinir: Rétt notkun þessa litla orðs mun fjölga mjög brosum sem þið fáið frá þeim sem þið þurfið að eiga samskipti við og er alveg ókeypis.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband