8.5.2025 | 08:14
Orkan, óvissan og stjórnleysið
Þeir sögðu að orkupakkarnir myndu færa okkur ódýrara, öruggara rafmagn.
Það hljómaði vel.
En við sjáum annað.
Við horfum á Spán þar sem raforkukerfið hrundi úr 27 gígavöttum niður í 12 á einni klukkustund.
Vindorkan hvarf og kerfið féll.
Það skorti aflforðann sem hélt því stöðugu.
Einn þáttur málsins er skortur á svokallaðri kerfisinergíu, hreyfiorku sem myndast við snúning rafala í stórum orkuverum. Þegar skyndilegt raforkutap á sér stað veitir þessi hreyfiorka tímabundið afl sem hjálpar til við að viðhalda stöðugleika tíðninnar í raforkukerfinu eins og höggdeyfir.
Vind- og sólarorka, sem tengjast við raforkukerfið í gegnum invertera (spennubreytibúnað), skapa ekki snúningsmassa og gátu því ekki bætt upp orkufallið.
Í Noregi er það vatnsaflið sem bjargar.
Ísland hefur vatnsafl en líka orkupakka þrjú.
Og nú er orkupakki fjögur á leiðinni.
Smátt og smátt færum við ákvörðunarvaldið frá Alþingi til Brussel.
Rökin voru óljós.
Þetta verður ódýrara, sögðu þeir.
Þetta verður öruggara, sögðu þeir.
Við sjáum annað.
Við sjáum sveiflur, óstöðugleika, reglur sem takmarka forræði en enginn ber ábyrgð.
Við sjáum stjórnmálamenn tala um orkuskipti
en ekki segja hvaðan orkan á að koma.
Við sjáum stefnu án áætlunar.
Við sjáum loforð án burðarvirkis.
Það er ekki frelsi að missa vald yfir eigin markaði.
Það er ekki öryggi að treysta á kerfi sem kiknar þegar mest á reynir.
Sannleikurinn tapar þegar þögnin sigrar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning