Rafmagnsleysi, orkutilskipanir og sveigjanleiki

Í lok apríl varð víðtækt rafmagnsleysi á Spáni, í Portúgal og hluta Frakklands. Ljóslausar lestarstöðvar, kælibúnaður sem hætti að virka og strandaglópar á flugvöllum minntu á hversu háð við erum stöðugu rafmagni. Enn er óljóst hvað olli þessu, en umræðan vakti spurningar um byggingu og veikleika raforkukerfis Evrópu.

Samtenging dugar ekki ein og sér

Í Danmörku var því haldið fram að slíkt gæti varla gerst þar. Norðurlöndin hafa sterkt kerfi og njóta góðs af fjölbreyttum orkugjöfum og góðum tengingum milli landa. En samtenging ein og sér tryggir ekki öryggi. Það sem skiptir máli er svokallaður dýnamískur sveigjanleiki: geta kerfisins til að jafna út sveiflur og bregðast hratt við truflunum með fjölbreyttum lausnum.

Veikleikar samevrópsks kerfis

Orkutilskipanir ESB leggja áherslu á frjálst flæði, markaðsverð og tengingu milli ríkja. Hugmyndin er góð á pappír– aukin hagkvæmni og nýting grænnar orku. En þegar bilun verður í mikilvægu stýrieiningu og varaafl er af skornum skammti, getur áhrifin breiðst út á örskömmum tíma.

Hlutverk Norðurlanda

Þegar einhver heldur því fram að samtenging ein og sér dragi úr áhættu, er rétt að minna á að það gildir aðeins ef kerfið er sveigjanlegt, fjölbreytt og vel vaktað. Eins og danskur sérfræðingur orðaði það:

"Markvert fleiri tengingar og fjölbreytt blanda af orkugjöfum hefðu hugsanlega getað mildað vandann... þetta er það sem kallað er dýnamískur sveigjanleiki."

Norðurlöndin hafa ekki aðeins góða tengingu – heldur líka trausta innviði og breiðan orkugrunn. En styrkleikinn liggur í samhengi hlutanna, ekki bara í því að vera með snúrur til nágrannalanda. Það ætti að vera öðrum til eftirbreytni, ekki aðeins í nafni skilvirkni heldur fyrst og fremst vegna öryggis, heldur líka trausta innviði og breiðan orkugrunn. Það ætti að vera öðrum til eftirbreytni, ekki aðeins í nafni skilvirkni heldur fyrst og fremst vegna öryggis.

Er raforkukerfi Evrópu raunhæft í ljósi áfalla eða hannað til að líta vel út á fundum og í skýrslum?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband