Innileiki og ábyrgðarleysi

Þegar valdhafi gleymir at merki í samúðarkveðju og útskýrir það með því að hann hafi verið að brúna kartöflur og bíða eftir mömmu í mat

og samfélagið svarar með hjörtum broskörlum og skilaboðum um hvað þetta sé fallegt mannlegt og dásamlegt

þá er ekki vandinn hjá þeim sem gleymdi at merkinu
heldur hjá þeim sem kalla þetta gott

Við höfum skapað samfélag þar sem mistök eru í lagi
ef þeim fylgir nægur innileiki

þar sem hugljúf skýring leysir fagmennsku af hólmi
þar sem tækifæri til að ræða ábyrgð er þaggað niður með góðum vilja og páskasteik

Það sem kallað er mannlegt er stundum hæfileikinn til að snúa athyglinni frá ábyrgð yfir í aðdáun
og það elskar þjóðin
nema það komi frá þeim sem ekki kunna að brúna kartöflur


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband