11.7.2025 | 15:01
Er unnt að tala í nafni þjóðarinnar?
Forsvarsmenn og konur ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið farið mikinn í því að tala "í nafni þjóðarinnar".
Þegar gagnrýni kemur fram á þjóðaratkvæðagreiðslu spurninguna um áframhald viðræðna við ESB, er henni gjarnan mætt með orðræðu um að "þjóðin eigi rétt á að tjá sig". Þegar þingmenn krefjast umræðu um veiðigjöld er því svarað með að beita 71. grein í nafni "vilja þjóðarinnar".
Þetta minnir óþægilega mikið á popúlíska stjórnmálahefð en þar er samfélaginu skipt í "hreint fólk" og "spillta elítu". Annað einkenni er að flókin málefni eru einfölduð í svör sem hljóma vel en leiða ekki til neins.
"Viltu halda áfram?" er ekki lýðræðisleg stefnumótun, heldur leið til að framkalla samþykki án umræðu.
Og orðræðan "þjóðin vill" er ekki rök, heldur tækni til að loka á gagnrýni.
En hvað ef þjóðin segir nei?
Hefur hún þá sagt nei við viðræðum?
Við aðild?
Við Evrópusambandið sjálft?
Ef umræðan má ekki fylgja spurningunni, þá hefur svarið lítið vægi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)