Það á ekki að líðast – en svo líðst það árum saman

Forsætisráðherra segir að njósnir eigi ekki að líðast í okkar samfélagi
Það hljómar vel

En þegar ríkasti maður landsins lætur njósna um fólk
Þegar lögreglumenn taka verkið að sér
Þegar eftirlit og stjórnsýsla bregðast
Þegar grafið er undan trausti til stofnana

Þá dugar ekki að segja
Þetta á ekki að líðast
Því þetta hefur liðist
Ekki bara einu sinni
Ekki bara í skugganum
Heldur árum saman

Það sem átti ekki að líðast var látið líðast
Af hverjum?
Af stjórnendum lögreglunnar
Af ráðherrum
sem öll höfðu vald til að spyrja
en spurðu ekki

Nýr forsætisráðherra hefur tækifæri til að slíta sig úr mynstrinu
Að láta sér ekki nægja að segja að þetta eigi ekki að líðast
Heldur tryggja að endurskoðun vinnubragða leiði til að það líðist ei framar

En enn sem komið er
hefur hún valið yfirlýsingu fram yfir aðgerðir
orð fram yfir ábyrgð

Það er eitthvað sérstakt þegar tækifæri til breytinga blasir við
en velur að varpa ábyrgðinni á þá sem brutu af sér
En ekki þau sem við treystum á að koma í veg fyrir að slíkt gerist

Og það er eitthvað sérstakt við samfélag sem segir
Þetta á ekki að líðast
en lætur það líðast
ár eftir ár

Samfélag sem samþykkir slíkt stendur ekki undir eigin vonum
Sannleikurinn tapar þegar þögnin sigrar


Bloggfærslur 7. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband