29.4.2025 | 10:19
Aðferðin að hræða
Það er haft eftir forsætisráðherra Íslands að hún vilji ekki hræða þjóðina til þess að greiða já í þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið
Það hljómar vissulega vel en...
Saga Evrópusambandsins kennir annað
Jean Monnet einn helsti hugmyndasmiður sambandsins sagði það berum orðum
Krísur neyða stjórnmálamenn og almenning til að taka ákvarðanir sem þeir annars myndu hafna
Þegar Ísland sótti um aðild árið 2009 var þjóðin í skugga bankahrunsins
Nú er reynt aftur með nýjum krísum
Stríð í Úkraínu
Tollastefna Donalds Trump
Ógnarkortin eru lögð á borðið enn og aftur
En aðstæður eru ekki þær sömu og 2009.
Það er ekki kreppa á Íslandi í dag.
Það er hins vegar viðvarandi kreppa innan Evrópusambandsins
Bretland eitt helsta viðskiptaland Íslands hefur gengið úr sambandinu eftir langvinnt og erfitt ferli. Það tókst þó að lokum vegna stærðar og mikilvægi bresks markaðar fyrir Evrópusambandið.
Með aðild að Evrópusambandinu yrði Ísland sjálfkrafa dregið inn í tollastríð við Bandaríkin
Við fengjum herkostnaðinn án þess að hafa val um
Evrópusambandið er líka á leiðinni í vígvæðingu á mælikvarða sem aldrei hefur áður sést
Þegnarnir borga
Og smáríki sem ganga inn komast ekki auðveldlega út, Brexit sýndi það skýrt
Þá vaknar einföld spurning:
Ef það tókst ekki að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þegar þjóðin sat í skugga hrunsins árið 2009 hvernig á það þá að takast núna þegar þjóðin stendur styrkari fótum?
Hvers vegna á að leggja í gríðarlegan kostnað við að reyna það?
Ef málið er svo sterkt þarf þá að kveikja hræðslu til að fá samþykki
Ef framtíðarsýn Evrópusambandsins er svo björt ætti ekki að þurfa storm eða skuggamyndir til að lýsa hana upp.
Það þarf ekki krísu til að velja það sem er rétt. Það þarf krísu til að þrýsta á það sem fólk vill ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)