26.4.2025 | 08:40
Hvað svo þegar framtíðin er lögð undir?
Það virðist orðið að föstum sið í stjórnmálum okkar tíma að vaða fram með hugmyndir að róttækum breytingum án þess að svara einföldustu og mikilvægustu spurningunni Hvað svo
Við sjáum þetta aftur og aftur
Tollar Trump
Tvöföldun veiðigjalda
Á bak við stórar yfirlýsingar leynist oft ófullgerð hugmyndavinna engin raunveruleg greining á heildaráhrifum og engin svör við því hvernig samfélagið á að lifa með afleiðingunum
Það er ekki vandamál að vilja breyta
Breytingar eru stundum nauðsynlegar
En breyting án þess að skilgreina afleiðingar er ekki stefnumótun
Hún er áhætta
Hún er spil með framtíðina
Það sem fer oftast forgörðum er heildarmyndin
hvað gerist með störf og lífsafkomu fólks
hvernig bregst atvinnulíf við þegar skilyrðum þess er umbylt án fyrirvara
hver verða áhrifin á innviði traust og fjárfestingar framtíðarinnar
En það sem sjaldnast er nefnt er það sem skiptir mestu máli
heilsa og líðan venjulegs fólks er lögð undir þegar breytingar eru boðaðar án greiningar
Óvissan um framtíð atvinnu skerðing lífsviðurværis niðurskurður tækifæra allt þetta hefur bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra sem bera afleiðingarnar á eigin skinni
Þegar breytingar eru lagðar fram án þess að spurt sé hvað þær gera við samfélagið sjálft þá eru það ekki bara tölur í Excelskjölum sem missa flygið
Það er öryggistilfinning fólks
Það er traustið sem heldur samfélaginu saman
Það sem stendur eftir þegar ekkert er greint og ekkert er útskýrt er ekki stefna
Það er trúarjátning
Og það er dýrt að byggja samfélag á blindri trú á eigin hugmyndir
Warren Buffett minnti einu sinni á þetta með einföldum hætti
Risk comes from not knowing what you are doing
Það á jafnt við um tollastefnu veiðigjöld og allt sem snertir líf og líðan fólks í heilu samfélagi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)