Samráð til reynslu

Forsætisráðherra sagði fyrr á þessu ári að hún hafi "mjög góða reynslu af samráði við almenning."
Hvenær? Við hvaða aðstæður? Af hverju spurði enginn út í það? Hafði hún áður gegnt ráðherraembætti eða sambærilegri ábyrgðarstöðu þar sem reyndi raunverulega á þetta verklag?

Það er engu líkara en að almenningsálitið sé nú orðið tilvísun í óútgefið minnispunktaskjal.

Hún bætti við að "almenna þekkingin reynist gjarnan vel."

Ég er alveg sammála því en hvað er þekking í þessu samhengi?
Er þetta ekki bara falleg leið til að segja:
"Við hlustum ef nógu margir tala"

Og svo gullmolinn sjálfur:

"Ef sömu tillögurnar koma aftur og aftur upp, þá er einfaldlega eitthvað til í þeim."

Já, svona virðist lýðræði virka í nýjustu útgáfu stjórnvalda:
Ef hugmynd "trendar" nógu lengi í samráðsgáttinni, telst hún þá vera aldeilis frábær?

Við skulum vona að það gleymist ekki að vista Excel-skjal hagræðingarhópsins meðan
almenningur er taggaður við niðurstöðurnar á X.

"Ég hef mjög góða reynslu af samráði við almenning. Bæði í opnu fundarformi og í beinum tilmælum. Almenna þekkingin reynist gjarnan vel. Ef sömu tillögurnar koma aftur og aftur upp þá er einfaldlega eitthvað til í þeim."

Kristrún Frostadóttir í viðtali við visir.is í janúar 2025


Bloggfærslur 24. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband