Færsluflokkur: Dægurmál

Herðavír og löng letihelgi...

Hvítasunnuhelgin er alltaf ein besta slökunarhelgi ársins. Samt má alltaf nota hana til að koma ýmsu smálegu í verk. Stóri-Moli skellti bóni á bílinn minn í gærkvöldi og nú glansar hann á margra kílómetrafæri. Oktavía er alsæl Smile.

Í morgun fékk ég svo þá snjöllu hugmynd að taka til á pallinum - auðvitað samt ekki fyrr en á morgun - en þá upplýstist að Sorpa er lokuð á morgun. Halló... það eru örugglega margir sem hefðu viljað nota þjónustu Sorpu á morgun og taka til í kringum sig. Þetta minnti mig á að ég hef oft velt fyrir mér hvort einhversstaðar sé móttökustöð fyrir vírherðatrén sem föt hanga á þegar þau koma úr hreinsun. (Vírherðatré er auðvitað vonlaust orð og herðavír er eðlileg afleiðing af orðinu herðatré sem notað er um þetta húsgang úr tré) Mér finnst það fáránleg sóun að henda þeim, þegar Lella frænka var með efnalaugina í Borgarnesi var hægt að koma herðavírnum til hennar í endurnýtingu. En hvert get ég skilað herðavírnum núna?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband