Erna Bjarnadóttir
Hemm....
Ég á semsagt tvo lögerfingja, Lindu og Selmu. Þær eru hressar og kátar stelpur, duglegar að læra og hafa ýmis áhugamál. Aðrir fylgifiskar eru Moli, gulbröndóttur köttur, sem af útlitnu að ráða, gæti verið af egypskum aðalskattaættum.
Síðan eru það Töffararnir tveir, Spori, Smári. Spori er stórættaður töffari af Fljótsdalshéraði, undan Kjarki frá Egilsstaðabæ og Hvönn Ófeigsdóttur frá Torfunesi. Reiðhestur og karakter sem við dáum. Hann er sem stendur til húsa uppi í Fjárborg og deilir þar stíu með Herra Þyt. Smári er gæjinn, ljóshærður stuttklipptur, hár og grannur. Blíður og góður knúsari undan "drottningunni" henni Þernu. Hann er núna í sveit á Stakkhamri. Ekki má svo gleyma litla skunk, honum Geisla sem er búinn að krydda tilveruna heldur betur í vetur. Jafn geðgott og auðtamið tryppi er ekki gripið upp á hverjum degi.
Vinir okkar eru velkomnir í kaffi í Grænumýri og dýra- og hestavinir eru líka sérstaklega velkomnir að koma með að hitta hestana okkar. Við höfum mjög gaman af að leyfa krökkum á hestbak og klappa þeim. Kvika litla er svo fjórða hrossið en hún er í tamningu og ekki enn komin í "sollinn" hér í borginni.
Bókin á náttborðinu: Kona fer til læknis eftir Ray Kluun
Tónlistin í spilaraum: Roger Waters - Amused to death - alger snilld
Uppáhaldsmatur - Lambakótelettur
Uppáhaldshestur fyrr og nú: Kvika eldri
Uppáhaldsbílategund: Skoda Oktavía, þessi bifreið framleiðir peninga fyrir eigandann