Rafmagnsleysi, orkutilskipanir og sveigjanleiki

Í lok apríl varð víðtækt rafmagnsleysi á Spáni, í Portúgal og hluta Frakklands. Ljóslausar lestarstöðvar, kælibúnaður sem hætti að virka og strandaglópar á flugvöllum minntu á hversu háð við erum stöðugu rafmagni. Enn er óljóst hvað olli þessu, en umræðan vakti spurningar um byggingu og veikleika raforkukerfis Evrópu.

Samtenging dugar ekki ein og sér

Í Danmörku var því haldið fram að slíkt gæti varla gerst þar. Norðurlöndin hafa sterkt kerfi og njóta góðs af fjölbreyttum orkugjöfum og góðum tengingum milli landa. En samtenging ein og sér tryggir ekki öryggi. Það sem skiptir máli er svokallaður dýnamískur sveigjanleiki: geta kerfisins til að jafna út sveiflur og bregðast hratt við truflunum með fjölbreyttum lausnum.

Veikleikar samevrópsks kerfis

Orkutilskipanir ESB leggja áherslu á frjálst flæði, markaðsverð og tengingu milli ríkja. Hugmyndin er góð á pappír– aukin hagkvæmni og nýting grænnar orku. En þegar bilun verður í mikilvægu stýrieiningu og varaafl er af skornum skammti, getur áhrifin breiðst út á örskömmum tíma.

Hlutverk Norðurlanda

Þegar einhver heldur því fram að samtenging ein og sér dragi úr áhættu, er rétt að minna á að það gildir aðeins ef kerfið er sveigjanlegt, fjölbreytt og vel vaktað. Eins og danskur sérfræðingur orðaði það:

"Markvert fleiri tengingar og fjölbreytt blanda af orkugjöfum hefðu hugsanlega getað mildað vandann... þetta er það sem kallað er dýnamískur sveigjanleiki."

Norðurlöndin hafa ekki aðeins góða tengingu – heldur líka trausta innviði og breiðan orkugrunn. En styrkleikinn liggur í samhengi hlutanna, ekki bara í því að vera með snúrur til nágrannalanda. Það ætti að vera öðrum til eftirbreytni, ekki aðeins í nafni skilvirkni heldur fyrst og fremst vegna öryggis, heldur líka trausta innviði og breiðan orkugrunn. Það ætti að vera öðrum til eftirbreytni, ekki aðeins í nafni skilvirkni heldur fyrst og fremst vegna öryggis.

Er raforkukerfi Evrópu raunhæft í ljósi áfalla eða hannað til að líta vel út á fundum og í skýrslum?


Aðferðin – að hræða

Það er haft eftir forsætisráðherra Íslands að hún vilji ekki hræða þjóðina til þess að greiða já í þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið
Það hljómar vissulega vel en...

Saga Evrópusambandsins kennir annað
Jean Monnet einn helsti hugmyndasmiður sambandsins sagði það berum orðum
Krísur neyða stjórnmálamenn og almenning til að taka ákvarðanir sem þeir annars myndu hafna

Þegar Ísland sótti um aðild árið 2009 var þjóðin í skugga bankahrunsins
Nú er reynt aftur með nýjum krísum
Stríð í Úkraínu
Tollastefna Donalds Trump
Ógnarkortin eru lögð á borðið enn og aftur

En aðstæður eru ekki þær sömu og 2009.

Það er ekki kreppa á Íslandi í dag.
Það er hins vegar viðvarandi kreppa innan Evrópusambandsins

Bretland eitt helsta viðskiptaland Íslands hefur gengið úr sambandinu eftir langvinnt og erfitt ferli. Það tókst þó að lokum vegna stærðar og mikilvægi bresks markaðar fyrir Evrópusambandið.

Með aðild að Evrópusambandinu yrði Ísland sjálfkrafa dregið inn í tollastríð við Bandaríkin
Við fengjum herkostnaðinn án þess að hafa val um

Evrópusambandið er líka á leiðinni í vígvæðingu á mælikvarða sem aldrei hefur áður sést
Þegnarnir borga

Og smáríki sem ganga inn komast ekki auðveldlega út, Brexit sýndi það skýrt

Þá vaknar einföld spurning:

Ef það tókst ekki að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þegar þjóðin sat í skugga hrunsins árið 2009 hvernig á það þá að takast núna þegar þjóðin stendur styrkari fótum?

Hvers vegna á að leggja í gríðarlegan kostnað við að reyna það?

Ef málið er svo sterkt þarf þá að kveikja hræðslu til að fá samþykki

Ef framtíðarsýn Evrópusambandsins er svo björt ætti ekki að þurfa storm eða skuggamyndir til að lýsa hana upp.

Það þarf ekki krísu til að velja það sem er rétt. Það þarf krísu til að þrýsta á það sem fólk vill ekki.


Sjálfumgleði í stað ábyrgðar

Það var líf í tuskunum á samfélagsmiðlum stjórnmálafólksins yfir páskana eins og Spursmál Morgunblaðsins fóru yfir í léttum tón.

Skíðabrekkur, utanlandsferðir, fjallaferðir, páskaegg af ýmsum gerðum, sól í Sandeyjahöfn og hlýlegt spjall um sumardaginn fyrsta var meðal þess sem bar fyrir augu.

Þjóðinni var sýnt hvað þau höfðu það gott og átti að samgleðjast.

Það er ekkert óeðlilegt við að fólk njóti lífsins
Það er ekki heldur óeðlilegt að fjölmargir landsmenn hafi getað leyft sér páskaegg fjallaferðir og sumarsjálfu.

En spurningin er þessi:
Hvers vegna þarf fólk sem hefur nóg að bíta og brenna og stendur í því að þyrla upp óvissu með óútskýrðum stefnumótunarhugmyndum að blása sjálfu sér lof í lófa?

Hvers vegna þarf fólk sem stendur ekki við kosningaloforð að sýna sig í stöðugri sjálfsupphafningu.

Það er ekki lífið sjálft sem truflar.
Það er viðhorfið.
Að ábyrgð sé afgreidd með filter og broskörlum.
Að loforð gleymist en ljósmyndir lifi.

Íslensk stjórnmál virðast sífellt meira snúast um að vera til sýnis en að bera ábyrgð.

Við sjáum sumarsjálfurnar.
Við sjáum steikina.
Við sjáum flugleggina og gleðina.
Það sem við sjáum minna af eru svör við spurningunum.

Hvað varð um loforðin?
Hver stendur undir ábyrgðinni þegar ljósmyndin dofnar?


Innileiki og ábyrgðarleysi

Þegar valdhafi gleymir at merki í samúðarkveðju og útskýrir það með því að hann hafi verið að brúna kartöflur og bíða eftir mömmu í mat

og samfélagið svarar með hjörtum broskörlum og skilaboðum um hvað þetta sé fallegt mannlegt og dásamlegt

þá er ekki vandinn hjá þeim sem gleymdi at merkinu
heldur hjá þeim sem kalla þetta gott

Við höfum skapað samfélag þar sem mistök eru í lagi
ef þeim fylgir nægur innileiki

þar sem hugljúf skýring leysir fagmennsku af hólmi
þar sem tækifæri til að ræða ábyrgð er þaggað niður með góðum vilja og páskasteik

Það sem kallað er mannlegt er stundum hæfileikinn til að snúa athyglinni frá ábyrgð yfir í aðdáun
og það elskar þjóðin
nema það komi frá þeim sem ekki kunna að brúna kartöflur


Hvað svo þegar framtíðin er lögð undir?

Það virðist orðið að föstum sið í stjórnmálum okkar tíma að vaða fram með hugmyndir að róttækum breytingum án þess að svara einföldustu og mikilvægustu spurningunni Hvað svo

Við sjáum þetta aftur og aftur
Tollar Trump
Tvöföldun veiðigjalda
Á bak við stórar yfirlýsingar leynist oft ófullgerð hugmyndavinna engin raunveruleg greining á heildaráhrifum og engin svör við því hvernig samfélagið á að lifa með afleiðingunum

Það er ekki vandamál að vilja breyta
Breytingar eru stundum nauðsynlegar
En breyting án þess að skilgreina afleiðingar er ekki stefnumótun
Hún er áhætta
Hún er spil með framtíðina

Það sem fer oftast forgörðum er heildarmyndin
hvað gerist með störf og lífsafkomu fólks
hvernig bregst atvinnulíf við þegar skilyrðum þess er umbylt án fyrirvara
hver verða áhrifin á innviði traust og fjárfestingar framtíðarinnar

En það sem sjaldnast er nefnt er það sem skiptir mestu máli
heilsa og líðan venjulegs fólks er lögð undir þegar breytingar eru boðaðar án greiningar

Óvissan um framtíð atvinnu skerðing lífsviðurværis niðurskurður tækifæra allt þetta hefur bein áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra sem bera afleiðingarnar á eigin skinni

Þegar breytingar eru lagðar fram án þess að spurt sé hvað þær gera við samfélagið sjálft þá eru það ekki bara tölur í Excelskjölum sem missa flygið
Það er öryggistilfinning fólks
Það er traustið sem heldur samfélaginu saman

Það sem stendur eftir þegar ekkert er greint og ekkert er útskýrt er ekki stefna
Það er trúarjátning
Og það er dýrt að byggja samfélag á blindri trú á eigin hugmyndir

Warren Buffett minnti einu sinni á þetta með einföldum hætti
Risk comes from not knowing what you are doing

Það á jafnt við um tollastefnu veiðigjöld og allt sem snertir líf og líðan fólks í heilu samfélagi


Innileiki og ábyrgðarleysi

Þegar valdhafi gleymir @-merki í samúðarkveðju og útskýrir það með því að hann hafi verið að brúna kartöflur og bíða eftir mömmu í mat

- og samfélagið svarar með hjörtum, broskörlum og skilaboðum um hvað þetta sé fallegt, mannlegt og dásamlegt

þá er ekki vandinn hjá þeim sem gleymdi @-merkinu
- heldur hjá þeim sem kalla þetta gott

Við höfum skapað samfélag þar sem mistök eru í lagi
- ef þeim fylgir nægur innileiki

...þar sem hugljúf skýring leysir fagmennsku af hólmi

...þar sem tækifæri til að ræða ábyrgð er þaggað niður með góðum vilja og páskasteik.

Það sem kallað er mannlegt er stundum hæfileikinn til að snúa athyglinni frá ábyrgð yfir í aðdáun -

og það elskar þjóðin

- nema það komi frá þeim sem ekki kunna að brúna kartöflur...


Samráð til reynslu

Forsætisráðherra sagði fyrr á þessu ári að hún hafi "mjög góða reynslu af samráði við almenning."
Hvenær? Við hvaða aðstæður? Af hverju spurði enginn út í það? Hafði hún áður gegnt ráðherraembætti eða sambærilegri ábyrgðarstöðu þar sem reyndi raunverulega á þetta verklag?

Það er engu líkara en að almenningsálitið sé nú orðið tilvísun í óútgefið minnispunktaskjal.

Hún bætti við að "almenna þekkingin reynist gjarnan vel."

Ég er alveg sammála því en hvað er þekking í þessu samhengi?
Er þetta ekki bara falleg leið til að segja:
"Við hlustum ef nógu margir tala"

Og svo gullmolinn sjálfur:

"Ef sömu tillögurnar koma aftur og aftur upp, þá er einfaldlega eitthvað til í þeim."

Já, svona virðist lýðræði virka í nýjustu útgáfu stjórnvalda:
Ef hugmynd "trendar" nógu lengi í samráðsgáttinni, telst hún þá vera aldeilis frábær?

Við skulum vona að það gleymist ekki að vista Excel-skjal hagræðingarhópsins meðan
almenningur er taggaður við niðurstöðurnar á X.

"Ég hef mjög góða reynslu af samráði við almenning. Bæði í opnu fundarformi og í beinum tilmælum. Almenna þekkingin reynist gjarnan vel. Ef sömu tillögurnar koma aftur og aftur upp þá er einfaldlega eitthvað til í þeim."

Kristrún Frostadóttir í viðtali við visir.is í janúar 2025


Elskan, þú ert inni í excel-skjali

Talsmenn ríkisstjórnarflokkanna héldu því fram á ársfundi SFS að unnin hefði verið greining á áhrifum tvöföldunar veiðigjalda.

Greiningin finnst hvergi. Hún er ekki til.
En þetta er Ísland. Hér geta ráðherrar og embættismenn enn reiknað sig fram hjá raunveruleikanum.

Við búum í stjórnsýslu þar sem "áhrifamat" getur verið orð í PowerPoint, og "greining" felst í því að hafa einu sinni hugsað um málið yfir kaffibolla.

Enginn grætur gráðuna þína ef þú ert með villu í frumgerðinni.


Hver á X

Það er með öllu óskiljanlegt að fjöldi þjóðarleiðtoga og framkvæmdastjóra þar með talin Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi skrifað kveðjur sínar til Frans Páfa við andlát hans, á X.

Hvort er betra að eiga Fax-tæki eða tapa sjálfsvirðingunni?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband